Bikarveisla í höllinni: upphitun í Valsheimilinu kl. 12

Bikarveislan hefst laugardaginn 9. mars kl. 12 í Valsheimilinu. Við bjóðum uppá pizzur, andlitsmálun og stemmingu áður en við höldum í Laugardalshöllina þar sem að Valsstelpurnar eiga úrslitaleik á móti Fram kl. 13:30.

Undanúrslitaleikir karla fara fram í kvöld þar sem að Valsmenn taka á móti Fjölni. Úrslitaleikur karla er síðan í Laugardalshöllinni beint á eftir kvennaleiknum á laugardeginum kl. 16.

Miðasala fer bæði fram í Valsheimilinu fyrir leik en einnig er hægt að kaupa miða á netinu á meðfylgjandi hlekk (þar sem öll sala rennur beint til Vals).

https://tix.is/is/specialoffer/yfsrpfmt5gf22

Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í veislunni með okkur - mætum á völlinn í RAUÐU!