Coca Cola bikarinn: Kvenna og karlalið Vals leika til úrslita laugardaginn 9. mars - Tryggðu þér miða í forsölu!

Kvenna- og karlalið Vals í handbolta leika til úrslita Coca Cola bikarsins laugardaginn 9. mars en það var ljóst eftir dramatískan sigur karlaliðsins gegn Fjölni fyrr í kvöld.

Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll og ríða stelpurnar á vaðið þegar þær mæta Fram klukkan 13:30. Strax í kjölfarið verður karlaleikurinn háður en þar mætum við FH-ingum sem mörðu sigur á ÍR-ingum í seinni leik dagsins.

Hægt er að kaupa miða á leikinn í Origo-höllinni að Hlíðarenda til kl. 12:30 á leikdag. Eins geta stuðningsmenn tryggt sér miða á neðangreindum hlekkjum og rennur ágóði miðaverðs beint til Vals í báðum tilfellum. 

Í tilefni að úrslitaleikjunum verður blásið til bikarveislu að Hlíðarenda fyrir iðkendur félagsins sem hefst  kl. 12:00. Boðið verður uppá pizzur, andlitsmálun og stemmingu áður en haldið verður í höllina.