Valur Coca Cola bikarmeistari kvenna 2019

Valur varð um helgina Coca Cola bikarmeistari kvenna í handbolta eftir 24-21 sigur á Fram í Laugardalshöll. 

Það er óhætt að segja að Valsstelpur hafi komið ákveðnar til leiks en eftir rúmlega tíu mínútna leik var liðið komið í fjögurra marka forystu. Liðið spilaði ógnarsterka vörn auk þess sem Íris í markinu átti stórleik milli stanganna. 

Mest náði liðið átta marka forystu þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og var sigurinn því aldrei í hættu. 

Við óskum stelpunum og öllum sem koma að liðnu innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.