Nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals

Lárus Bl. Sigurðsson framkvæmdastjóri Vals hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins.

Sigurður K Pálsson sem hefur starfað sem markaðs- og afreksstjóri Vals undanfarin tvö ár tekur við sem framkvæmdastjóri. Sigurður tekur við starfinu 15.mars og mun Lárus verða honum innan handar á næstu vikum en lætur síðan formlega af störfum 30.mars.

Sigurður hefur í sínum störfum undanfarin 25 ár starfað sem forstöðumaður markaðssviðs Olís, framkvæmdastjóri Ellingsen og forstöðumaður innkaupadeildar Olís. Hefur hann öðlast mikla og margvíslega reynslu í rekstri, stjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.

Sigurður var í markaðsfræði - og alþjóðaviðsiptum í Háskólanum í Reykjavík 2004-2005 og kláraði framhaldsskóla menntun í Fjölbrautaskólunum í Ármúla og Breiðholti. Þá hefur hann sótt fjölmörg námskeið sem tengjast vörustjórnun, samningatækni, sölu og markaðsmálum, fjármálum og ímynd fyrirtækja á vegum Háskóla Íslands, Stjórnunarfélagi Íslands, og öðrum. m.a. Berkeley University.

Um leið og við bjóðum Sigurð velkomin til starfa í nýju hlutverki þá þökkum við Lárusi fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.