Fimm Valsarar með U19 kvenna til Hollands

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn til þátttöku í milliriðli Evrópumótsins 2018/19 sem verður leikinn í Hollandi 1.-10. apríl 2019.

Í hópnum eru fimm Valsstelpur, þær Bergdís Fanney Einarsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir, Guðný Árnadóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðsgengis í Hollandi.