Domino´s deild kvenna: Valur - Snæfell, þriðjudag kl. 19:15

Valur varð um helgina deildarmeistari eftir frábæran sigur á Stjörnunni og fær í kvöld afhendan deildarmeistaratitilinn þegar liðið tekur á móti Snæfelli í Domino´s deild kvenna í körfubolta. 

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina þar sem stelpurnar munu lyfta deildarmeistarabikarinum að leik loknum