Valur deildarmeistari í domino´s deild kvenna

Kvennalið Vals í körfubolta lyfti í gær deildarmeistarabikarinum í domino´s deild kvenna eftir öruggan sigur á Snæfelli í Origo-höllinni. Það var ljóst að bikarinn færi í á loft í gær þar sem Valsstelpur höfðu tryggt sér titilinn í umferðinni áður með sigri á Stjörnunni. 

Fyrir leikinn í gærkvöldi hafði liðið ekki tapað í deildarkeppninni frá því 28. nóvember og var þetta því átjándi sigur liðsins í röð. Það gefur góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku þar sem stelpurnar munu mæta KR-ingum í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Við óskum liðinu og þeim sem að því standa hjartanlega til hamingju með deildarmeistaratitilinn.

Mynd: www.kki.is