12 Valsarar í æfingahópum yngri landsliða drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handknattleik völdu á dögunum æfingahópa sem koma til æfinga dagana 10.-14. apríl næstkomandi.

Í hópunum er að finna 12 Valsara, Ásgeir Snær Vignisson sem mun æfa með U21. Í æfingahóp U19 ára karla eru þeir Arnór Snær Óskarsson, Eiríkur Þórarinsson, Ólafur Brim Stefánsson, Stiven Tobar Valencia, Tjörvi Týr Gíslason, Úlfar Páll Monsi Þórðarson og Viktor Andri Jónsson. 

Þá munu þeir Benedikt Gunnar Óskarsson, Breki Hrafn Valdimarsson, Gunnar Hrafn Pálsson og Tryggvi Garðar Jónsson æfa með U17. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.