Kvennalið Vals í handbolta deildarmeistari 2019

Kvennalið Vals varð um helgina deildarmeistarar eftir 34-18 stórsigur á HK í næstsíðasta leik deildarinnar. Lovísa Thompson var markhæst í leiknum með átta mörk og Íris Ásta Pétursdóttir fimm. 

Þá var Íris Björk með 15 varða bolta í markinu og Chantal Pagel fimm. Deildarmeistarabikarinn sjálfur fer svo á loft á morgun þriðjudag þegar liðið tekur á móti Fram í lokaumferð deildarinnar. 

Heiðursgestur leiksins um helgina var Hjalti Geir Guðmundsson sem var heiðraður fyrir leikinn fyrir frábæra frammistöðu á Special Olympics sem fram fór á dögunum í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Það kannast eflaust allir við Hjalta Geir sem komið hafa í Valsheimilið undanfarin ár. Hjalti er daglegur gestur í Valsheimilinu, mætir bæði á leiki hjá meistaraflokkum félagsins og yngri flokkum. Hann er einnig duglegur að taka virkan þátt í æfingum yngri flokkana með einum eða öðrum hætti.

Á Special Olympics mótinu sem fór fram í þessum mánuði vann Hjalti til gull verðlauna í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Frábær árangur hjá Hjalta!

Meðfylgjandi myndir tók Baldur Þorgilsson