Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna: Valur - KR, miðvikudag kl. 17:30

Undanúrslitaeinvígi Vals og KR í domino´s deild kvenna hefst næstkomandi miðvikudag þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina og hvetja stelpurnar til sigurs. 

Strax í kjölfarið eða klukkan 19:30 verður flautað til leiks í viðureign Vals og KA í olís-deild karla í handknattleik.