Valur 1 í þriðja flokki karla deildarmeistari fyrstu deildar

Valur 1 urðu á dögunum deildarmeistarar 1. deildar þriðja flokks karla og Valur 2 deildarmeistarar í 2.deild þar sem þeir unnu alla leiki sína, þar á meðal lið Vals 3 sem endaði í 2. sæti deildarinnar.

Valur er þar með með þrjú lið í átta liða úrslitum Íslandsmótsins sem er frábær árangur. Við óskum strákunum og aðstandendum liðsins til hamingju með árangurinn.