Tveir úrslitaleikir í fótboltanum á Skírdag

Tveir úrslitaleikir eru á dagskrá í fótbolatnum í dag en kvennalið Vals ríður á vaðið þegar stelpurnar mæta Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins. Leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum í Laugardalnum klukkan 16:00 .

Klukkan 20:00 mætir karlalið Vals svo Stjörnumönnum í meistarakeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikina.