Valur Íslandsmeistari kvenna í körfubolta 2019

Valur varð í dag Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir öruggan sigur á Keflavík í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Lið Vals kom gríðarlega öflugt til leiks og náði fljótlega öruggri forystu og leiddi í hálfleik með 20 stigum 47 - 27. Forystuna létu stelpurnar aldrei af hendi og unnu að lokum 23. stiga sigur 87 - 64. 

"Þetta er ólýsanleg tilfinning, algjörlega frábært og sjá allt fólkið - alla Valsarana vera með okkur og taka þátt í þessu með okkur." sagði Guðbjörg Sverrisdóttir fyrirliði Vals sem var að vonum kampakát í leikslok en hún  hefur leikið með liðinu frá árinu 2011.

Við óskum stelpunum og öllum sem að liðinu standa hjartanlega til hamingju með árangurinn en liðið er nú handhafi bikar- deildar- og Íslandsmeistaratitilsins í körfubolta á Íslandi. 

Myndir: VÍSIR/DANÍEL