Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta 2019

Valur varð í gær Íslandsmeistari kvenna í handbolta í sautjánda skiptið eftir glæsilegan fjögurra marka sigur á Fram í Origio-höllinni að Hlíðarenda.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum skildi í milli þar sem Valsstúlkur náður 6-2 forystu. Framarar neytuðu hins vegar að gefast upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar fyrri hálfleikur var u.þ.b. hálfnaður.

Undir lok fyrri hálfleiks kveiknaði svo heldur betur á Valsstelpum sem juku muninn í 6 mörk og leiddu 15 - 9 í hálfleik.

Framstúlkum tókst að saxa á forystu Vals í síðari hálfleik og þegar átta mínútur voru eftir að leiknum tókst þeim að jafna metin. Valsstúlkur reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu að lokum 25 - 21 sigri. 

Lovísa, Sandra og Morgan voru atkvæðamestar í liði Vals allar með 4 mörk en Íris hélt uppteknum hætti í markinu og varði alls 16 bolta en hún hefur verið frábær í úrslitakeppninni. 

Það var að vonum glatt á hjalla þegar Íslandsmeistarabikarinn fór á loft og óskum við liðinu og þeim sem að því standa hjartanlega til hamingju með titilinn. Liðið er líkt og kvennakörfuboltalið Vals handhafi bikar- deildar og Íslandsmeistaratitilsins á Íslandi.