Úrslitadagur yngri flokka - Sunnudaginn 5. maí

Úrslitahelgi yngri flokka í handbolta fer fram núna um helgina og munu lið Vals standa í stórræðum þar sem þrjú lið leika til úrslita. 

Þriðji flokkur karla ríður á vaðið klukkan 16:00 þegar lærisveinar Heimis og Antons mæta sameiginlegu liði Fjölnis/Fylkis.

Þriðji flokkur kvenna leikur strax í kjölfarið gegn Fram en sá leikur hefst klukkan 18:00 og munu strákarnir í 4. flokki binda endahnútinn á daginn þegar þeir mæta Selfyssingum klukkan 20:00. 

Allir leikirnir fara fram í Kaplakrika og hvetjum foreldra og stuðningsmenn til að fjölmenna.