3. flokkur kvenna Íslandsmeistari í handbolta

Þriðji flokkur kvenna í handbolta varð í gær Íslandsmeistari í handbolta eftir dramatískan háspennu sigur á Fram á úrslitadegi yngri flokka sem fram fór í Kaplakrika. 

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Valur seig fram úr þegar líða tók á hálfleikinn og leiddi með 4 mörkum í leikhléi. 

Valur hélt uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og héldu stelpurnar forystunni þar til um miðbik seinni hálfleiks þegar Framarar sóttu í sig veðrið og náðu að jafna metin.

Það stefni allt í að leikurinn yrði framlengdur en Valsstelpur náðu að skora markið sem skildi á milli í síðustu sókn leiksins en þar var að verki, Ída Margrét Stefánsdóttir. Auður Ester Gestsdóttir var frábær í liði Vals og skoraði 8 mörk og var valin maður leiksins í leikslok. 

Við óskum stelpunum og þjálfurum liðsins, þeim Jakobi Lárussyni og Degi Snæ Steingrímssyni hjartanlega til hamingju með titilinn. 

Image may contain: 20 people, people smiling, people standing and basketball court

Image may contain: 9 people, people smiling, people standing, shoes and shorts