Olís deild kk (undanúrslit): Selfoss - Valur, í kvöld kl. 19:30

Valur mætir Selfyssingum í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna en Selfyssingar leiða 2-0 eftir tvo hnífjafna leiki. 

Leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi og hefst hann kl. 19:30. Forsala miða fer fram á skrifstofu Vals en það fer hver að vera síðastur því það eru fáir miðar eftir. 

Stuðningsmenn sem ætla mæta beint á Selfoss þurfa að vera snemma á ferðinni í ljósi þess að það má gera ráð fyrir því að það verði uppselt á leikinn.