Hallveig og Helena með landsliðinu á Smáþjóðaleikana 2019

Benedikt Rúnar Guðmundsson landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í körfubolta valdi á dögunum hópinn sem mun leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní. 

Íslenska landsliðið mun leik fimm leiki á mótinu sem verða á móti Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur. Í hópnum eru tveir leikmenn úr Íslandsmeistaraliði Vals, þær Hallveig Jónsdóttir og Helena Sverrisdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í Svartfjallalandi.