Karen spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild er Valur sigraði HK/Víking

Karen Guðmundsdóttir spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöldi, þegar að Valur vann HK/Víking 4-0 í Pepsi Max deild kvenna. 

Karen Guðmundsdóttir er fædd 8. janúar árið 2003 og er því 16 ára gömul. Hún hefur leikið með yngri flokkum félagsins frá árinu 2014 og þykir mikið efni.

Við óskum Kareni til hamingju með sinn fyrsta leik og væntum mikils af henni í framtíðinni.