Fjórar Valsstelpur í landsliðshópum U17 og U19

Þjálfarar yngri landsliða Íslands völdu á dögunum hópa sína fyrir sumarið en liðin undirbúa sig nú af kappi fyrir komandi verkefni. 

U-19 ára landslið kvenna tekur þátt í 4-liða móti í Póllandi 13. - 17. júní en liðið tekur svo þátt í B-deild Evrópumótsins, en mótið fer fram í Búlgaríu 12. - 22. júlí.

U-17 ára landslið kvenna spilar vináttulandsleiki gegn Slóvakíu 6. & 7. júlí til undirbúnings fyrir B-deild Evrópumótsins, en mótið fer fram á Ítalíu 2. - 12. ágúst.

Í U19 eru Valsararnir Alexandra Von Gunnarsdóttir og Auður Ester Gestsdóttir auk þess sem Ísabella María Eiríksdóttir er til vara. Í U17 eru svo frænkurnar Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Ída Margrét Stefánsdóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.