Ásgeir og Sveinn í æfingahóp U21

Einar Andri Einarsson þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta valdi á dögunum æfingahóp sem kemur saman til æfinga 4. - 8. júní næstkomandi. 

Liðið tekur þátt í HM á Spáni í sumar ásamt því að fara á undirbúningsmót í Portúgal. Lokahópur fyrir mót sumarsins verður valinn að þessum æfingum loknum.

Í hópnum að þessu sinni eru tveir Valsarar, þeir Ásgeir Snær Vignisson og Sveinn Jose Rivera. Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.