Benedikt og Tryggvi með U17 til Gautaborgar og Baku

Guðmundur Helgi Pálsson og Maksim Akbachev, þjálfarar U-17 ára landsliðs karla völdu á dögunum 16 leikmenn fyrir verkefni sumarsins. 

Liðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, annað er Opna Evrópumótið sem fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 1. - 5. júlí og það seinna er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Baku í Azerbaijan 21. - 27. júlí.

Í hópnum eru tveir Valsarar, þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Tryggvi Garðar Jónsson. Þá er Gunnar Hrafn Pálsson einnig valinn til vara ef einhverjir leikmenn detta úr hópnum. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu í sumar.