Meistaradeild UEFA: Valur - Maribor, í kvöld, miðvikudaginn 10. júlí kl. 20:00

Miðvikudagskvöldið 10. júlí tekur Valur á móti NK Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Um er að ræða fyrri leik liðanna en sá síðari fer fram ytra viku seinna. 

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður blásið til Evrópuveislu í Origo-höllinni þar sem iðkendum félagsins verður boðið í Pizzaveislu klukkutíma fyrir leik (19:00).

Valur - Maribor | Forkeppni Meistaradeildarinnar - 1. umferð

  • Miðvikudaginn 10. júlí kl. 20:00
  • Miðaverð: 1.500
  • Frítt fyrir 16 ára og yngri
  • Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
  • Áskort / fótboltakort gilda ekki á Evrópuleiki.
  • Gullkortshafar geta fengið miða á skrifstofu eða í miðasölu á leikdegi gegn framvísun gullkortsins.