Sjö leikmenn Vals í kvennalandsliðinu

Alls eru sjö leikmenn Vals í landsliðshóp Jóns Þórs Haukssonar þjálfara kvennalandsliðsins en liðið mætir bæði Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM næstu mánaðarmót á Laugardalsvelli.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þær Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Hlín Eiríksdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Guðný Árnadóttir og Sandra Sigurðardóttir. 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum.