Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving með U19 til Svíþjóðar

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 ára kvenna valdi á dögunum leikmenn sem leika tvo vináttuleiki dagana 28. og 30. ágúst í Svíþjóð. Fyrri leikurinn er gegn heimamönnum í Svíþjóð og hinn síðari gegn Norðmönnum. 

Í hópnum er Valskonan Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og óskum við henni til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum.