Dominique Hawkins í Val

Valur hefur samið við Dominique Hawkins um að leika með liðinu í Dominosdeildinni á komandi tímabili. Dominique er 24 ára leikstjórnandi sem hefur undanfarin 2 tímabil leikið í Rapla í Eistlandi þar sem hann var með 13,3 stig, 5,8 stoðsendingar og 3,7 fráköst að meðaltali í leik. Hann var með 47% tveggja stiga nýtingu og 37% nýtingu í þristum og 75% vítanýtingu.

Hann lék áður með Kentucky háskólanum (Wildcats) og var byrjunarliðsmaður og fyrirliði liðsins.  En með honum í liðinu voru m.a. Karl-Anthony Towns, Andrew Harrison og Willie Cauley-Stein en þeir voru allir valdir í NBA nýliðavalinu. Eftir háskólanám spilaði hann í NBA sumardeildinni með Sacramento Kings þar sem hann var með 2,5 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þess ber að geta til gamans að nokkur NFL höfðu áhuga á að fá hann til reynslu eftir háskólanám en hann þykir afar liðtækur varnarbakvörður í ameríska fótboltanum.