Atli Eðvaldsson er látinn langt fyrir aldur fram

Atli Eðvaldsson er látinn langt fyrir aldur fram. Atli var einn ástsælasti leikmaður í sögu Vals og óhætt er að segja að fáir leikmenn hafi með hæfileikum sínum heillað íslenska knattspyrnuáhugamenn eins og Atli, enda tóku þeir margir miklu ástfóstri við þennan brosmilda knattspyrnumann.

Atli hóf ungur að leika með Val og varð margfaldur Íslandsmeistari með sigursælum unglingaflokkum Vals. Strax í sínum fyrsta leik í meistaraflokki gegn KR árið 1974 var ljóst stjarna var komin fram á sjónarsviðið.  Atli var þá aðeins 17 ára gamall og skoraði glæsilegt mark sem enn er í minnum haft.  Í Morgunblaðinu sagði:

"Það fyrsta sem Atli gerði í sínum fyrsta meistaraflokksleik var að skora mark og það með miklum glæsibrag. Hann fékk knöttinn um 25 metra frá marki KR-inga og sendi knöttinn í netið með þrumuskoti - ekki slæm byrjun það."

Atli Eðvalds 1.png

Mér er myndir úr Morgunblaðinu af fyrsta marki Atla fyrir Val og af honum og Búbba bróður hans.

Atli lék með í sigursælum lið Vals til 1980 þegar hann hélt í atvinnumennsku til Þýskalands.  Atli varð tvisvar sinnum íslandsmeistari með Val  og þrisvar bikarmeistari og lékalls 93 deildarleiki og skoraði 31 mark.   Lið Vals sem urðu Íslandsmeistarar 1976 og 1978 eru af mörgum talin bestu knattspyrnulið Íslandssögunnar. Sá leiftrandi fótbolti sem Valur lék á þessum árum var ekki síst vegna framgöngu Atla.

Knattspyrnufélagið Valur færir aðstandenum og öðrum ástvinum Atla innilegar samúðarkveðjur og þakkar fyrir þá miklu gleði sem hann færði Valsmönnum með framgöngu sinni innan vallar sem utan.