EHF keppni kvenna: Kvennalið Vals leikur tvo leiki gegn Skuru um helgina

Kvennalið Vals í handknattleik leikur tvo leiki gegn Sænska liðinu Skuru IK í Evrópukeppni EHF um komandi helgi.

Fyrri leikurinn fer fram í Origo-höllinni föstudagskvöldið 6. september en sá síðari tveimur dögum síðar, sunnudaginn 8. september. 

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:30 og verða seldir glóðasteiktir hamborgarar fyrir áhorfendur.

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á leikina og minnum á að grillið opnar klukkutíma fyrir leik.