Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í æfingahóp U19

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs kvenna valdi á dögunum 24. manna æfingahóp fyrir undankeppni EM sem fram fer á Íslandi í byrjun október.

Leikið verður gegn Grikklandi 2. október, Kasakstan 5. október og Spáni 8. október. Tuttugu leikmanna hópur sem tekur þátt í leikjunum 2. -8. október verður tilkynntur föstudaginn 27. september.

Í æfingahópnum er Valsarinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og óskum við henni góðs gengis og til hamingju með valið.