Fyrirlestur: "Þitt líf - þín heilsa"

Laugardaginn 14. september mun fyrirlesarinn Erik Alexander Richter halda fyrirlestur í Valsheimilinu að Hlíðarenda milli kl. 11 og 14. 

Erik hefur víðtæka, fræðilega reynslu af næringar og heilsumálum og er vinsæll fyrirlesari. Ástríða hans er að hvetja fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu og minnka þannig álag á heilbrigðiskerfið.

Hann fjallar m.a. um:

  • Mikilvægi jafnvægis á omega 3 og omega 6 fitusýra fyrir líkamann og áhrif þeirra á bólgu- og lífsstílssjúkdóma
  • Áhrif omega 3 á þjálfun, keppnisíþróttir og endurheimt
  • K2 vítamín og áhrif þess á beinþéttni og æðakölkun
  • Getum við haft gagn af kollagen?
  • Hvað þurfum við mikið prótein?

Aðgangur er ókeypis og er skráning í síma 862-6392 (nauðsynlegt upp á sætafjölda). Fyrirlesturinn er kostaður af Eqology á Íslandi og verða vörur frá fyrirtækinu kynntar.