Pepsi Max deild kvenna: Valur - Keflavík, laugardag kl. 14:00

Valur fær Keflavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna laugardaginn 21. september klukkan 14:00 á Origo-vellinum að Hlíðarenda.

Það er ljóst að með sigri mun liðið tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en fyrir umferðina munar tveimur stigum á milli Vals og Breiðabliks sem situr í öðru sæti.

Frítt er á leikinn sem hefst klukkan 14:00 og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum sem hafa staðið sig frábærlega í sumar. Fálkarnir munu standa vaktina við grillin frá klukkan 12:30 þar sem seldir verða glóðasteiktir hamborgarar. 

Þá verður iðkendum félagsins einnig boðið upp á pizzu klukkustund fyrir leik og hvetjum við alla iðkendur til að mæta í rauðu. 

Pepsi Max deildin | Valur - Keflavík

  • Laugardaginn 21. september
  • Origo-völlurinn kl. 14:00 (FRÍTT Á VÖLLINN)
  • Allir á völlinn!