Handboltaveisla um helgina - Tvenna á laugardeginum

Það verður sannkölluð handboltaveisla laugardaginn 21. september í Origohöllinni að Hlíðarenda þegar kvenna og karlalið félagsins verða í eldlínunni. 

Klukkan 18:00 mun kvennalið félagsins taka á móti Aftureldingu og strax í kjölfarið mun karlaliðið etja kappi við Íslandsmeistara Selfoss. 

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna og minnum á að seldir verða glóðasteiktir hamborgarar fyrir leikina og því ætti enginn að fara svangur heim.