Getraunastarf Vals hefst 5. október

Getraunastarf Vals byrjar að nýju eftir sumarfrí laugardaginn 5. október næstkomandi. Að vanda fer starfsemin fram í Lollastúku milli klukkan 10:00 og 12:00. 

Á laugardaginn verður farið í "upphitunar gisk" en í þeim leik eru tveir og tveir saman í liði þar sem settar eru inn tvær raðir og betri röðin gildir. Þátttökugjald í leiknum er 5.000 og eru frábær verðlaun og matur í lokin. 

Tökum daginn snemma og skellum okkur í getraunirnar til þeirra Tómasar og Sverris sem fara með umsjón starfsins.