Margrét Magnúsdóttir söðlar um

Margrét Magnúsdóttir þjálfari sem starfað hefur hjá félaginu frá árinu 2006 söðlaði um í haust og færði sig yfir í Árbæinn til Fylkismanna. 

Margrét hóf þjálfaraferil sinn hjá Val árið 2006 þar sem hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari 5. flokks en árið 2010 tók hún fyrsta aðalþjálfarastarfið að sér með sama flokk.

Magga hefur frá árinu 2010 þjálfað nær alla kvennflokka félagsins við góðan orðstýr auk þess sem hún var yfirþjálfari þeirra á árunum 2014-2019.

Íþróttafulltrúi Vals, Gunnar Örn Arnarson færði Möggu á dögunum Valsbókina að gjöf fyrir hönd barna- og unglingasvið fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við óskum henni að velfarnaðar á nýjum slóðum og vonum að hún snúi fljótt til baka.