Handboltatvenna laugardaginn 12. okt: Valur - Fram og Valur - Haukar

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Origo-höllinni að Hlíðarenda laugardaginn 12. október þar sem bæði kvenna- og karlalið félagsins verða í eldlínunni. 

Klukkan 18:00 tekur kvennalið Vals á móti Fram í stórslag Reykjavíkurliðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn í vor. Liðin mættust fyrr í haust í meistarakeppni HSÍ þar sem Framarar höfðu betur og eiga Valsstelpur því harm að hefna um helgina. 

Strax í kjölfarið tekur karlaliðið á móti Haukum þar sem flautað verður til leiks 20:15. Grillin verða opin klukkutíma fyrir kvennaleikinn og að sjálfsögðu á milli leikja.

Þá munu þjálfarar liðanna hita upp í fjósinu, rýna í andstæðinga og fara yfir málin með stuðningsmönnum klukkutíma fyrir hvorn leik. Við hvetjum því stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda um helgina og hvetja liðin okkar til dáða.