Tryggðu þér miða á Herrakvöld Vals 2019

Herrakvöld Vals verður haldið venju samkvæmt föstudaginn 1. nóvember næstkomandi. Búið er að opna fyrir miðasölu á kvöldið inn á miðasöluvef félagsins og hvetjum við herrana til að tryggja sér miða í tæka tíð. 

Dagskráin þetta árið verður ekki af verri endanum þar sem Logi Bergmann verður í hlutverki ræðumanns, söngvarinn og eftirherman Eyþór Ingi sér um skemmtiatriði og Svali Björgvinsson mun stýra gleðinni af sinni alkunnu snilld. 

Húsið opnar klukkan 19:00 og hefst borðhald stundvíslega klukkustund síðar. 

Smelltu hér til að kaupa miða.