Ísabella og Auður með U19 gegn Svíþjóð

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 landsliðs kvenna valdi á dögunum 20 manna hóp fyrir æfingaleiki gegn Svíþjóð sem fara fram í 5. og 7. nóvember næstkomandi á Íslandi. Fyrri leikurinn fer fram í Fifunni en sá síðari í Egilshöll. 

Í hópnum eru tvær Valsstelpur, þær Ísabella Anna Húbertsdóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.

Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið.