Valsrútan í vetrarfrí samhliða grunnskólum Reykjavíkurborgar

Valsrútan mun fara í vetrarfrí samhliða grunnskólum Reykjavíkurborgar og mun því ekki ganga fimmtudaginn 25. október, föstudaginn 26. og mánudaginn 28. október. 

Rútan byrjar aftur samkvæmt hefðbundinni áætlun þriðjudaginn 29. október. 

Viljum vekja athygli á fjölbreyttri og ókeypis dagskrá fyrir alla fjölskylduna hjá frístundamiðstöðvum borgarinnar, sjá nánar hér að neðan. Vonum að iðkendur og foreldrar hafi það sem allra best í vetrarfríinu.