Jólatónleikar Valskórsins 7. desember 2019

Jólatónleikar Valskórsins þetta árið verða haldnir  laugardaginn 7. desember næstkomandi í Friðrikskapellu að Hlíðarenda klukkan 16:00.

Stjórnarndi kórsins er Bára Grímsdóttir, á píanó leikur Sigurður Helgi Oddsson, Jón Guðmundsson á flautu og Christ Foster á gítar. 

Að vanda verður efnisskrá tónleikanna fjölbreytt, hátíðleg og í senn skemmtileg þar sem íslensk, jafnt sem erlend aðventu- og jólalög verða flutt.

Þá verður einnig Hlutavelta með glæsilegum vinningum og allir krakkar fá pakka.

Þetta verður notaleg stund á aðventunni fyrir alla fjölskylduna. Aðgangseyrir kr. 2.500,- frítt fyrir 12 ára og yngri - Miðasala við innganginn á tónleika og hlutaveltu. 

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á facebook.