Valur með sex fulltrúa í Æfingahópum U15,U16 og U18

Landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ sumari 2020 völdu á dögunum sína fyrstu æfingahópa fyrir jólaæfingarnar í ár sem fram fara milli jóla og nýárs.

Um er að ræða æfingahópa fyrir U15, U16 og U18 ára lið drengja og stúlkna.Leikmennirnir 148 koma frá 21 félagi (4 leikmenn frá erlendum liðum).

Valur sex fulltrúa æfingahópum og þau eru, Ingunn Erla Bjarnadóttir og Sara Líf Boama í U15 ára kvenna. Björgvin Hugi Ragnarsson, Jóhannes Ómarsson og Óðinn Þórðarson í U15 ára drengja og Ástþór Atli Svalason í U18 ára drengja. 

Við óskum krökkunum hjartanlega til hamingju með Valið og góðs gengis á æfingunum. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa Vals í æfingahópunum.