Fimm Valsarar með U18 á Sparkassen Cup

Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson þjálfarar U18 í handbolta völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem fara á Sparkassen Cup milli jóla og nýárs. 

Í hópnum eru fimm Valsarar, þeir Andri Finnsson, Benedikt Gunnar Óskarsson, Breki Hrafn Valdimarsson, Tómas Sigurðsson og Tryggvi Garðar Jónsson. Auk þess er Stefán Pétursson einn af 4 varamönnum sem verða til taks. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á mótinu.