Þrjú lið tilnefnd og þrír leikmenn Vals á Íþróttafólki Reykjavíkur 2019

Tilkynnt verður um val á Íþróttafólki Reykjavíkur 2019 fimmtudaginn 19. desember í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Frá árinu 1979 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur staðið að vali á Íþróttafólki Reykjavíkur og er þetta því í 41.sinn sem haldin er hátíð af þessu tilefni. Í ár verður í sjöunda sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið Reykjavíkur verða valin.

Það þarf fáum að koma það á óvart að Valur á þrjú lið í pottinum sem tilnefnd eru sem Íþróttalið Reykjavíkur 2019 en það eru: Íslands,- og bikarmeistaralið kvenna í handknattleik, Íslands,- og bikarmeistaralið kvenna í körfuknattleik og Íslandsmeistaralið Vals í knattspyrnu kvenna. 

Þá eru þrír Valsarar sem koma til greina sem Íþróttakona Reykjavíkur en það eru þær Helena Sverrisdóttir, Íris Björk Símonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. 

Við óskum öllum tilnefndum hjartanlega til hamingju með valið.