Körfuboltatvenna miðvikudaginn 18. desember

Körfuknattleikslið Vals, bæði karla og kvenna verða í eldlínunni miðvikudaginn 18. desember þar sem sem blásið verður til körfuboltatvennu í Origo-höllinni að hlíðarenda. 

Stelpurnar ríða á vaðið klukkan 18:00 þegar þær taka á móti Haukum í 13. umferð domino´s deildarinnar. Strax í kjölfarið eða klukkan 20:15 mætast svo sömu lið í karlaflokki. 

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja við bakið á körfuknattleiksliðum félagsins.