Sjö Valsarar taka þátt í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 11.-12. janúar en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur. Markmið æfinganna er að leikmenn fái smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni.

Í hópunum sem koma saman í janúar eru sjö Valsarar, þau Þórður Sveinn Einarsson, Katla Sigurþórsdóttir, Kristbjörg Erlingsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir, Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, Silja Borg Kristjánsdóttir og Sólveig Þórmundsdóttir. 

Við óskum krökkunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.