Kári og Torfi með U17 karla til Minsk

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 karla valdi á dögunum hópinn sem heldur til keppni í Development Cup í Minsk dagana 19. -25. janúar næstkomandi.

Í hópnum eru tveir Valsarar þeir Kári Daníel Alexandersson og Torfi Geir Halldórsson. Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í Hvítarússlandi.