Sex Valsstelpur boðaðar til æfinga með U15

Á dögunum var valinn 29 manna hópur stúlkna U15 sem kemur saman til æfinga dagana 27.-29. janúar næstkomandi í Hafnarfirði.

Í hópnum eru sex Valsstelpur, þær Embla Steindórsdóttir, Embla Karen Bergmann Jónsdóttir, Sigríður Th. Guðmundsdóttir, Snæfríður Eva Eiríksdóttir, Thelma Steindórsdóttir og Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir. 

Þess ber að geta að Sigríður Th Guðmundsdóttir var svo færð upp í æfingahóp U16 liðsins. Við óskum stelpunum góðs gengis á æfingunum og til hamingju með valið.