Körfuboltatvenna miðvikudaginn 29. janúar

Körfuknattleikslið Vals verða í eldlínunni miðvikudaginn 29. janúar þegar spilaðir verða tveir leikir gegn Keflavík í Origo-höllinni að Hlíðarenda. 

Klukkan 18:15 mætast karlalið félaganna þar sem lærisveinar Gústa Björgvins freista þess að fylgja eftir frábærum sigri á Tindastól í síðustu umferð.

Strax í kjölfarið, eða klukkan 20:30 mætast svo kvennalið félaganna en bæði lið unnu góða sigra í síðstu umferð, Valur gegn KR-ingum og Keflvíkingar höfðu betur gegn Breiðablik.

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda.