Olla Sigga með U17 til Írlands

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna valdi á dögunum leikmannahóp sem mun leika tvo vináttuleiki við Írland. Leikið verður á Írlandi 14. og 16. febrúar næstkomandi. 

Í hópnum er Valsarinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og óskum við Ollu góðs gengis út í Írlandi og til hamingju með valið.