Handboltatvenna sunnudaginn 2. febrúar

Það verður sannkölluð handboltaveisla sunnudaginn 2. febrúar þegar kvenna og karla lið félagsins í handbolta standa í stórræðum. 

Klukkan 15:00 mætast kvennalið Vals og ÍBV en liðin freista þess að fylgja eftir góðum sigrum í síðustu umferð. 

Strax í kjölfarið mætast karlalið Vals og Aftureldingar eða klukkan 17:15. Báðir leikirnir fara fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og verða grillaðir hamborgarar fyrir báða leiki. 

Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna í Origo-höllina á sunnudaginn.