Fjórar Valsstelpur til úrtaksæfinga með U15

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til úrtaksæfinga dagana 24.-26. febrúar næstkomandi.

Æfingarnar fara fram í Skessunni Hafnarfirði og eru fjórar Valsstelpur í hópnum. Þær Embla Steindórsdóttir, Snæfríður Eva Eiríksdóttir, Thelma Steindórsdóttir og Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir. 

Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið.